05 október 2008

október

Það er kominn október, fyrsti snjór vetrarins kominn og næstum því farinn.
Ég er búin að selja bílinn minn, það er sweet.
En við keyptum okkur alveg rosalega flottan bíl, svartan Audi A4 sem er algjör draumakaggi. Svo núna þarf ég að venja mig á að keyra sjálfskiptan bíl. Viktor er spenntastur fyrir ABS bremsunum, á meðan ég er yfir mig heilluð af ljósunum við frúarspegilinn.
Fórum svo í IKEA í gær, tókum Sigga og Silju með. Silja elskar IKEA, en Siggi ekki. Fundum okkur rosalega fín náttborð, það á bara eftir að púsla annað þeirra saman. Það liggur hérna á stofugólfinu í nokkrum hlutum. Ég fékk svo kjöthamar að eigin vali. Keyptum líka efni í gardínur fyrir svefnherbergið, þar sem mér finnst rúllugardínurnar ekki nógu flottar. Svo þá er komið að mér að sauma þær, sem verður mjög fróðlegt að sjá.
Fundum svo flottan stóran spegil líka, sem við erum búin að hafa í höfðinu lengi en höfum hvergi fundið. Ætlum að setja hann fyrir ofan skenkinn. Silja keypti hann, og hann fær að vera afmælisgjöfin til Viktors. Nema þegar við ætluðum að raða í bílinn komst spegillinn ekki í nýja bílinn. Haha, þó bíllinn sé alls ekki lítill. Þannig að við þurftum að redda flutningabíl til að sækja spegilinn fyrir okkur, fáum hann á mánudaginn. Alltof stór sko.

23 september 2008

09

Ég var í Krónunni um daginn, og var að kaupa mér eitthvað ómerkilegt, þegar ég var böstuð fyrir peningafölsun. Ein pólsk á kassanum sá algjörlega í gegnum mig, og kallaði í yfirmann sem hélt líka að ég væri með falsaðan þúsundkall. Málið var í rauninni að ég var bara með svo gamlan þúsundkall, hann var ekki einusinni með gullrönd og svoleiðis. Vatnsmerkið bjargaði mér úr vandræðunum, en ég var heillengi að sannfæra fólkið um að þetta væri alvöru peningur. En þetta var lífsreynsla.
Bílaleitin gengur ekki alveg að óskum, vorum í fríi í gær og fórum með Robba tengdó á hverja einustu bílasölu í Reykjavík en fundum ekki margt, prufukeyrðum nokkra, gerðum tilboð í einn en seljandinn vildi tíkalli meira sem við viljum ekki borga fyrr en hann finnur smurbókina sem var auglýst að fylgdi bílnum. Og það vill svo enginn kaupa bílinn minn, þó þetta sé að sjálfsögðu gæðabíll á spottprís.
Ljósanótt er búin, það var grenjandi rigning en við fengum lánaða regnhlíf merkta Stella Artois sem var að sjálfsögðu hámark töffleikans. Flugeldasýningin var flott og það var ógeðslega mikið af fólki í bænum. Það var meiraðsegja endalaus biðröð (þó troðningurinn hafi ekki átt mikið skylt við röð en vottever) en ég er sem betur fer vip á paddy's og þurfti ekki að bíða neitt það lengi, haha.

Við fórum svo norður síðustu helgi, keyrðum á Hvammstanga á föstudagskvöldið, vöknuðum kl 7 um morguninn á laugardeginum til að keyra á Ísafjörð með þeim gömlu, í tilefni þess að Anna Lára systir var að gifta sig. Athöfnin var falleg og maturinn og kakan í veislunni voru gúrmet, svo ég skemmti mér alveg ágætlega fyrir utan það að ég missti allan matseðilinn niður á kjólinn minn, sem er frekar svekkjandi þar sem hann kostaði milljón og er úr einhverju silki og má ekki fara í þvottavél. Á leiðinni til baka á sunnudeginum sprakk svo dekk undan súbbanum, enda eru vegirnir þarna drasl, svo við vorum rúma sex tíma frá Ísafirði til Hvammstanga. Og þá áttum við Viktor eftir að keyra suður líka. Mér finnst ekki það gaman að sitja í bíl.

Annars ætla ég að halda áfram að horfa á One Tree Hill.

25 ágúst 2008

dfgfghj

Heyrðu sumarið hefur verið mjög fínt. Ég er samt búin að fara í bara eina útilegu eftir að ég kom heim aftur, en það verður að duga. Ég heimtaði sko útilegu um versló, en það sem við erum orðin of gömul fyrir fyllerísútihátíðir fórum við í rómó útilegu á Þingvelli. Ég elska nefnilega Þingvelli og fer þangað eins oft og ég get. Viktor var ekki alveg jafn hrifinn, þar sem honum finnst mýflugur ekkert spes. Í leiðinni kíktum við á Björt, sem ég hafði ekki hitt lengi, og mér fannst æði að pota í kúluna hennar haha.
Á laugardeginum ætluðum við svo að hitta mín gömlu og Andra, og sáum á einhverju kortaskilti að það var hægt að fara styttri leið í Borgarfjörðinn þar sem þau voru, þar sem okkur fannst algjör tíma- og peningasóun að keyra alla leið til baka á þjóðveg 1, borga í göngin, og keyra svo aftur inn í landið í Borgarfirði. Svo við tókum sjortkött, en áttuðum okkur aðeins of seint á því að þetta var fjallvegur og eiginlega bara fær fjallajeppum. En gula hættan meikaði sko Kaldadalsleiðina og mér fannst svo fallegt þarna að ég ætla að fara aftur við tækifæri. Yndislegt veður líka, og jöklar hægri vinstri. Og við mættum gaur á hjóli! Hann var bara að hjóla yfir stórgrýtt fjallið, rosa fyndið. Einhver útlendingur sko, það segir sig sjálft.
Man ekki hvað ég er annars búin að vera að gera. Búin að vera að vinna heilmikið, það er aðeins meira fjör á Nesvöllum núna, gamla fólkið er að taka við sér. Svo mér leiðist ekki alveg jafn mikið.
Viktor varð svo tvítugur 8. ágúst, og í tilefni þess fór hann sko þrisvar í ríkið þann daginn og eyddi þrjátíuþúsund kalli. Það var partí hjá Silju sama kvöld sem var mikið fjör í, og granny var aðalpían og fór með öllu liðinu niður í bæ. Hún varð samt soldið loftlaus greyið.
Kvöldið eftir var svo partí hjá okkur, fullt af bjór og fullt af fólki, enduðum niðrí bæ og það var rosalega gaman.
Kíktum norður eina helgi á ættarmót hjá Reykjarfjarðarættinni, Viggi fór á svið til að spila með rokkstjörnunum í ættinni minni og fannst það best.
Fórum líka á menningarnótt, Viktor var dræver enda nýkominn úr endajaxlatöku, við vorum heillengi í bænum. Mér blöskraði samt hvað það var mikið af blindfullum smákrökkum þarna að lemja hvor aðra. Ekki töff sko.
Svo eignaðist Anna María systir hans Vigga lítinn strák fyrir nokkrum vikum, svo við erum að fara í skírn þar næstu helgi.
Björt og Sibbi eignuðust svo lítinn kút um daginn líka, við fórum í skírnina hjá honum um helgina. Gullfallegur strákur sem fékk nafnið Victor Þór við athöfn í Fríkirkjunni við Tjörnina, og svo var kaffiboð heima hjá þeim á Vatnsholti eftirá þar sem maður borðaði algjörlega yfir sig af gúrmei brauðrétt og kökum og tertum og mig langaði bara að taka pólverjann á þetta og troða í vasana til að taka með heim. Litli Victor var ekkert smá stilltur, svaf bara í gegnum allt dæmið, rumskaði ekki einusinni þegar það var verið að sulla vatni á hausinn á honum.

Annars er fátt að frétta af okkur skötuhjúunum, erum að leita að draumabílnum á viðráðanlegu verði sem gengur svona sæmilega, það verður eitthvað vesen líka að losna við drusluna mína. Hugsa að það endi þannig að ég þurfi að borga einhverjum fyrir að taka við henni.
Já og svo erum við á leið í brúðkaup eftir tæpan mánuð, á Ísafirði. Maður er alltaf svo upptekinn, plön hverja einustu helgi.

Háttatími
-Fanney

19 júlí 2008

heima

Ég er komin heim og það er yndislegt. Það er kannski ekkert svakalega hlýtt hérna, en það er sól svo það dugar. Það var fínt veður daginn sem ég fór frá Ástralíu, flugið fór seint um kvöldið þannig að ég gat eytt öllum deginum í sólbaði, og ég fór bara í mínipilsi í flugið og berleggjuð. Sá strax eftir fatavalinu þegar ég fattaði að allar slæðukonurnar horfðu á mig eins og ég væri send frá hinu illa. Þetta tókst samt. Þegar ég var að skrá mig inn í England á Heathrow, og stóð í "Rest of the world" röðinni sem var endalaus, og horfði með öfund á "UK & EU" röðina sem var miklu styttri og gekk mun fljótlegar fyrir sig, hugsaði ég bara hvern ég þyrfti að kjósa næst til að komast í Evrópusambandið. Þegar ég komst loksins að borðinu, það var steikjandi hiti og ég hafði verið að bíða í klukkutíma, sagði konan mér að ég hefði átt að fara í hina röðina. Ég spurði afhverju ég hefði átt að gera það, þar sem Ísland er ekki í Evrópusambandinu, þá sagði hún jú að svo væri, Ísland væri í ESB. Ég fór bara að hugsa hvað ég hefði eiginlega verið lengi úti, hvort ég hefði misst af þessu.

Og núna skil ég ekki ennþá hvað hún var að spá.

Í Brisbane var ég tekin í random tékk og öryggisverðirnir hafa verið eitthvað lesblind því þau voru alveg viss um að ég væri með írskt vegabréf. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að leiðrétta þau eða ekki.
Ég er líka ennþá alveg á því að maður eigi að keyra vinstra megin á veginum, kíktum í bæinn í dag og mér fannst Viggi alltaf vera á öfugum vegarhelmingi. Maður verður svo ruglaður.

Það er samt alveg rosalega gott að vera komin heim, geta sofið í almennilegu rúmi með sætum strák í staðinn fyrir að sofa í koju í herbergi með fullt af ókunnugu fólki, geta farið í sturtu lengur en í 4 mínútur án þess að fá samviskubit, og þurfa ekki að spandera í rándýrt flöskuvatn þegar ég er þyrst. Ég trúi samt ekki að ég þurfi að mæta í vinnuna á mánudaginn.

15 júlí 2008

dingooo

Eg er komin aftur i storborgarlifid eftir goda helgi a Fraser Island. Tok rutu i 7 klukkutima til Hervey Bay sem var ekkert rosalega skemmtilegt aftvi gaurinn sem sat fyrir aftan mig var alltaf ad sparka i saetid. Gisti tar a hosteli eina nott, vaknadi svo eldsnemma morguninn eftir tvi allir sem aetludu i tessa Fraser ferd turftu ad maeta a fund tar sem okkur var skipt i tvo tiu manna hopa og farid yfir reglurnar. Tad eru nefnilega allskonar dyr og nattura a eyjunni sem eiga forgang yfir folkid, tar sem tetta er tjodgardur. Dingoar, sem eru ju villihundar sem eta smaborn og utlimi odru hverju, eru frekar algengir a eyjunni. Tessvegna tarf ad fela allan mat og allt svoleidis laest inn i trukknum, svo teir renni ekki a lyktina. Madur ma ekki einusinni hella nidur notudu vatni, heldur tarf ad grafa tad nidur. Minn hopur var group no 2, eda "team fuck the itinerary" eins og vid kolludum okkur. Okkur fannst hinn hopurinn ekki toff, tar sem tau voru adeins of limd vid aaetlunina og gatu ekki gert neitt af tvi skemmtilega sem vid gerdum. Og bilstjorinn teirra reyndi ad hrinda einni stelpunni ur okkar hop i sjoinn ur ferjunni sem var ekki toff. Vid byrjudum ad fa trukk tar sem tetta er jeppasafari, tad var einn fjorhjoladrifinn trukkur a hop, og i hann attum vid tiu ad komast asamt ollum mat og utilegubunadi og drasli fyrir trja daga. Og otrulegt en satt, ta dugadi hann, med erfidismunum samt. Tad var trodid. Vid byrjudum a ad fara i Woolies og kaupa mat, vid borgudum 20 dollara hvert fyrir luxusmat i trja daga, otrulegt hvad tad er odyrt tegar madur kaupir fyrir svona marga i einu. Svo var audvitad kikt i floskubud lika og keypt heilmikid af goon, sem er algjorlega naudsynlegt a Fraser.
Svo tokum vid ferju uti i eyjuna, aetludum ad byrja a ad skoda vatn sem heitir Lake Wabby. Tokum bara sma skodunarferd um skoginn fyrst (ja vid villtumst hehe) og svo var farid ad dimma svo vid flyttum okkur a strondina til ad tjalda og byrja ad grilla. Tad er nefnilega ordid koldimmt herna um 6leytid. Flest unga folkid tjaldar a strondinni, aftvi tad a ad vera komin thogn a tjonustutjaldsvaedunum kl 10 og vid eigum tad til ad vaka adeins lengur. Vandamalid a strondinni er hinsvegar ad tar er engin girding til ad halda dingounum i burtu, og engin klosett! Tannig af eftir nokkur glos af goon turfti madur ad fa einhvern annan med ser adeins i burtu med klosettpappir og skoflu. Madur ma nefnilega ekki fara neitt einn, serstaklega ekki i kolnidamyrkri, ef madur yrdi nu etinn af dingoum. Algjort aevintyri. Fyrsta kvoldin grilludum vid og drukkum goon i samlaeti med fleira folki ur odrum hopum. Hinn hopurinn fra okkar fyrirtaeki, Palace, grilludu sinar pylsur a rotation system sem er ekkert rosalega toff. Kommon.
En viti menn, tad voru allir farnir ad sofa fyrir 10! Madur verdur svo rugladur i timanum tegar tad er ordid dimmt svona snemma, madur heldur ad tad se komid midnaetti en ta er klukkan bara 7 eda eitthvad. Tannig ad vid hefdum alveg getad gist a alvoru tjaldsvaedi. En jaeja, tad voru allir bunir ad segja ad tad yrdi svo iskalt tarna a nottunni ad vid forum i aukabuxur og hettupeysu og svoleidis til ad sofa i, en vid voknudum oll um midja nottina til ad fara ur, tvi tad var algjorlega steikjandi hiti. Og svo vard einn strakurinn i hopnum okkar fyrir aras, hann for adeins seinna ad sofa en vid hin, og tegar hann skreid inn i tjaldid sitt frikadi vinur hans ut (i svefni) og redst a hann! Vinurinn mundi ekkert eftir tessu um morguninn, en hinn var nu med flott glodarauga til sonnunar. Ogedslega fyndid.
Voknudum eldsnemma um morguninn, kl half sjo eda svo, og aetludum ad horfa a solarupprasina. Vorum fyrir utan tjoldin og vorum ad gera morgunmatinn til... ta kemur dingo a vappi og stoppadi tvo metra fra okkur! Vid aetludum ad frika ut, en hann for sem betur fer a endanum. Svo kom annar tegar vid vorum ad ganga fra, tetta eru tau dyr i astraliu sem hraeda mig mest. Eg er miklu hraeddari vid ta heldur en hakarlana og krokodilana til samans.
Byrjudum tann daginn a ad skoda Lake Wabby, tokum mjog flottar myndir af okkur a sandfjallinu tar (vorum ad herma eftir uppstillingu sem vid saum a auglysingu fyrir ferdina), tad var svo gedveikt ad ganga i gegnum skoginn, risastor tre og risastorar kongulaer hehe. A eyjunni keyrir madur annadhvort a omurlegum slodum i skoginum, eda a strondinni tar sem madur spolar bara i sandinum og er alltaf i kapphlaupi vid flodid. Vid myndum nefnilega missa 1000 dollara trygginguna okkar ef tad kaemi saltvatn a bilinn og tad vildum vid ekki. Vid nadum samt nokkurn veginn ad vera a tima, skodudum Champagne Pools sem er eini stadurinn vid eyjuna tar sem madur getur synt i sjonum an tess ad vera etinn af hakarli. Skodudum lika Maheno skipsflakid sem er buid ad vera tarna a strondinni sidan tvi skoladi upp a land i fellibyl arid 1935. Forum lika i sturtu sem var besta sturta sem eg hef farid i herna i oz, hun gekk fyrir klinki og tad voru froskar tar, en tad var heilmikid af heitu vatni sem er algjor luxus.
En ta vorum vid ad falla a tima, tvi tad var farid ad styttast i haflod og myrkur, vid hofdum planad ad tjalda i Eli Creek tar sem flestir adrir hoparnir myndu verda, en nadum ekki! Turftum ad tjalda halftima fra tvi vid komumst ekki lengra a strondinni. Btw ta er strondin tarna talin sem baedi tjodvegur og flugvollur, madur tarf ad passa sig a flugvelum sem gaetu verid ad lenda tar sem madur er ad keyra. Vid tjoldudum ta a frekar einmanalegum stad, en vid vorum sjalf svo skemmtileg ad vid turftum enga adra. Vid eldudum dyrindismaltid, drukkum goon langt fram a kvold tar sem vid turftum ad klara birgdirnar og vorum rosalega fyndin. Oh, tetta var svo besti hopur i heimi.
Sidasta daginn gengum vid fra tjoldunum og tvi um morguninn, keyrdum ad vatni sem heitir Lake McKenzie og er algjor paradis. Lagum i strondinni i aedislegu vedri og sofnudum tani, syntum i vatninu og bordudum samlokur og sukkuladi. Ta var kominn timi til ad na ferjunni, skodudum reyndar fyrst Central Station sem var algjorlega ekki tess virdi tar sem tad var ekkert tar, og turftum ad skila bilnum tegar vid komum aftur a meginlandid. Forum ut ad borda oll saman um kvoldid, og gistum eina nott aftur i Hervey Bay. Rutan min aftur til Brisbane for kl 5 i morgun sem var mjog friskandi. I sjo klukkutima i vidbot i dag, fekk eg spork i saetisbakid fra gaurnum fyrir aftan mig. Hve pirrandi! Nuna tarf eg ad bida a netkaffinu herna vid hlidina a hostelinu eftir ad tad komi timi til ad tekka mig inn. Verd herna i tvaer naetur i vidbot og svo fer eg i flugvel heim. Verd komin heim a fostudagskvoldid, hlakka otrulega mikid til ad knusa Viktor og sofa i almennilegu rumi, hlakka ekki alveg jafn mikid til ad fara ur hitanum heim til ad maeta i vinnu. Reyni ad setja inn myndirnar fra eyjunni sem fyrst.

Kv. Fanney

10 júlí 2008

brisbane

Eg er loksins komin til Brisbane, kom i gaerkvoldi eftir ad rutunni okkar hafdi verid frestad um marga marga klukkutima vegna tess ad hun biladi trisvar. Draslrutur. Guido, uppahalds bilstjorinn minn var samt ad keyra nuna sem gladdi mig i hjartanu. Hann er fyndnasti madur Astraliu. Eg beid meirihluta dagsins inni i iskaldri umferdarmidstodinni, tangad til henni var lokad um kvoldid og okkur var hent ut i meiri kulda fyrir utan. Rutan kom samt a endanum.
Tar sem mer hafa ekki dottid i hug margir hlutir til ad gera herna, fyrir utan ad fara i Australia Zoo og versla, og eg a bara eftir ad enda illa ef eg eydi heilli viku i ad versla. Svo eg kikti a ferdaskrifstofuna herna i morgun, og pantadi ferd til Fraser Island sem er staersta sandeyja i heimi. Tad a vist ad vera mjog flottur stadur, og a frumbyggjamali merkir nafnid a eyjunni paradis, sem lofar godu. Vid ferdumst um eyjuna a storum jeppa og tjoldum i tvaer naetur. Tad eru fullt af dyrum tar, eg vona bara ad eg sleppi vid snakana og dingoana, mer finnst teir ekkert spennandi dyr.
Tad rigndi i alveg nokkra daga a medan vid vorum i Surfers Paradise, og hvad gerir madur tegar madur er i sumarfrii og tad rignir? Ju madur fer i budir. Eyddi alveg nokkrum dogum i einhverju malli tarna, for orugglega 10 sinnum i somu budirnar ad telja mer tru um ad mig langadi ekki i neitt tarna. Eg nytti samt taekifaerid og kikti a einhverja snyrtistofu tarna og fekk mer neglur! Ein pinulitil japonsk stelpa skellti a mig noglum fyrir skit a priki (eg fengi kannski tvaer neglur gerdar a tessu verdi heima), vandamalid var ad hun skildi ekki ensku og eg var ekki alveg satt. Neglurnar voru alltof kassalaga, svo eg kikti a adra stofu herna i Brisbane i dag og ein stelpan tar aumkadi sig yfir mer og tjaladi taer flottar fritt. Tannig ad eg fer i utilegu med gervineglur.
Tad var rosalegur hasar um helgina, beint fyrir utan hotelid okkar i Surfers. Tad var einhver gaur i algjoru rugli sem keyrdi a mannlausan bil, keyrdi svo afram upp a stettina, beint a sendiferdabil sem var lagt i bilastaedi tar, svo bakkadi hann og for aftur a bilinn sem hann klessti fyrst a, rustadi svo simaklefa tarna, braut nidur vegg og endadi i gegnum bilskurshurd. Tvilik laeti, og beint fyrir framan hotelherbergid mitt. Tad var btw einhver gaur inni simaklefanum, sem nadi samt sem betur fer ad forda ser. Tetta kom svo i frettunum og allt.
A morgun tarf eg ad taka rutu til Harvey Bay sem er einhverja 300 km i burtu eda svo, og gista tar i eina nott adur en eg fer til eyjarinnar. Eg kem svo aftur hingad a tridjudaginn i naestu viku, sem gefur mer einhverja tvo daga til ad versla og svona, reyna ad taema reikninginn adur en eg fer heim. Va, heim. A tessum tima eftir viku verd eg a leidinni heim. Tad er skritid, en eg hlakka til ad hitta Viktor. Eg hlakka samt ekkert rosalega mikid til ad byrja ad vinna, tad er svo kosy ad vera i frii.
Mig langar svo i utilegu i sumar heima a Islandi, med Viktori og grilla og svona. Tad er samt spurning hvort vid getum tjaldad einhverstadar, tad er vist 30 ara aldurstakmark a flest tjaldsvaedi nuna, nema madur se med barn. Asnalegar reglur.

Internettiminn minn er buinn, eg aetla ad finna mer eitthvad ad borda og pakka svo nidur.

04 júlí 2008

surfers

Vid erum ta komin i Surfers Paradise sem stendur alveg undir nafni, en vid aetlum samt ad halda okkur fra frekara brettasporti, tad er ekki alveg min sterkasta hlid. I fyrsta skipti turfum vid ad deila herbergi med odru folki, tad er frekar skritid. Tad eru samt finir gaurar i naestu koju nuna, badir astralskir, annar er ad taka tatt i maratoninu herna a sunnudaginn og madur ser hinn aldrei. Teir eru lika badir frekar gamlir, en samt voru hvorugir teirra komnir inn nuna klukkan 6 a laugardagsmorgni tegar eg for ut. Iss.
Vedrid herna er ekkert frabaert. Tad var svona saemilegt fyrstu tvo dagana, eg kikti a strondina og svona, en i gaer, i dag og naestu daga er bara rigning. Vid erum ekki alveg klar a hvad vid gerum ta, forum i keilu i gaer i mallinu herna vid hlidina a hotelinu okkar, tar sem eg syndi otrulega haefileika mina i keilu. I kvold forum vid i eitthvad club-crawl, og strakarnir aetla i DreamWorld a morgun. Eg er ekki viss um hvort eg vilji fara med i DreamWorld, tar sem tad er ogedslega dyrt, madur borgar bara fyrir inngongu en ekki fyrir taekin sem madur fer i, og eg er skithraedd i svona tivolitaekjum og reyni yfirleitt ad fordast tau. Veit samt ekki hvad eg geri i stadinn, tvi varla fer eg a strondina og tad er ekki margt annad haegt ad gera herna.
Hotelid okkar er geggjad, tetta er alvoru hotel en ekki eitthvad skita hostel, to vid seum a vist og sofum bara i kojum i herbergi med okunnugum. Tad er samt veitingastadur herna, sundlaugar og heitir pottar og luxus i gardinum. Erum lika a besta stad i midbaenum, rett hja strondinni. Vid eigum samt bara eftir eina nott herna og forum ta a annad hostel, sem er adeins nedar i gotunni.
Eg var ad kikja a reikninginn minn og fekk tvofalt meira utborgad en eg bjost vid, sem er svosem ekkert verra. Minum fjarhagsahyggjum er ta aflett i bili og eg get haldid afram ad spandera peningunum minum i vitleysu.
Eg held eg fari samt aftur ad sofa, eg vaknadi svo snemma til ad fara a msn.
Og eg er aaalveg ad fara ad setja nyjar myndir inn, eg gleymi bara alltaf snurunni uppi herbergi.

Finnst ykkur Viktor ekki saetur? Eg er ad tala vid hann med webcam og eg var naestum buin ad gleyma tvi hvad hann vaeri rosalega saetur. Eg sakna hans.

Kem heim eftir tvaer vikur!